mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frá feti upp í flugskeið

16. apríl 2012 kl. 16:13

Frá feti upp í flugskeið

Vantar þig hugmyndir til að bæta hestinn þinn, sjálfan þig sem knapa eða að upplifa skemmtilegan og lærdómsríkan dag?

 
Sýnikennslan frá “feti upp í flugskeið” verður haldin í reiðhöllinni á Svaðastöðum 21. apríl næstkomandi kl. 13:00 á vegum Reiðkennarabrautar Hólaskóla. 
 
Fjallað verður um þjálfunarstiga Hólaskóla þar sem lögð er áhersla á uppbyggilega og kerfisbundna þjálfun. Einnig verður lögð áhersla á gangtegundir og fjölbreytni í þjálfun. 
 
Hlökkum til að sjá sem flesta,
 
Nemendur Reiðkennarabrautar.