miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frá Félagi tamningamanna

8. desember 2010 kl. 12:18

Frá Félagi tamningamanna


Stjórn FT hvetur félagsmenn til að fara og fylgjast með fræðsludeginum „Léttleiki og frelsi“ sem haldinn verður í höfuðstöðvum hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ...

Efni fundarins og sýnikennslu er mjög áhugavert og mun víkka sjóndeildarhring þeirra sem fylgjast munu með.

Leiðtoginn.
Erindi Þórhildar Þórhallsdóttur félagsfræðings um það hvernig hún notar hesta við að hjálpa stjórnendum fyrirtækja að verða góðir leiðtogar er einkar áhugavert  og varðar bæði mannleg samskipti og tamningar.

Uppbyggileg kennsla.
Erindi Þórunnar  Ólý Óskarsdóttur félagsráðgjafa um það hvernig hægt er að nota hestinn til þess að auka sjálfstraust þeirra sem hafa fyrir einhverjar sakir orðið undir, er lærdómsríkt fyrir alla sem hafa starf af að leiðbeina börnum og unglingum og ekki síður vegna starfsins með fullorðna nemendur sem misst hafa kjarkinn.

Burnout.
Erindi Kristbjargar Höllu Magnúsdóttur N.A.A.D.A.C.  ráðgjafa um það sem kallað er „Burnout“ eða kulnun í starfi er mjög áhugavert og fjallar um einkenni þessa, og aðstoð sé hennar þörf. Upp og niðursveiflur í starfi er eitthvað sem tamningamenn og reiðkennarar þekkja, ekki síst núna, þegar greinin öll er búin að fara í gegnum kuldalegt tímabil „Smitandi hósta“ í hrossum.

Léttleiki og frelsi.
Súsanna Sand Ólafsdóttir tamningakona og reiðkennari, er hestamönnum vel kunn og hefur oft vakið athygli á sér fyrir skemmtilega reiðmennsku sem byggir á miklum léttleika og framhugsun. Súsanna mun skýra sína hugsun varðandi þjálfun í erindi og sýnikennslu.
Stjórn FT