miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fótaburðarfærð í fannalögum

7. febrúar 2011 kl. 15:15

Fótaburðarfærð í fannalögum

Sannkölluð glæsifærð var á Stór-Reykjavíkursvæðinu um helgina þar sem hross og menn nutu snjósins sem kyngdi niður.

Svo virtist sem bæði hestar og menn væru himinlifandi með veður og færð, menn með hettur og lúffur, hrossin í rassaköstum í gerðunum. Þeir sem voru undir stjórn knapa sýndu fima takta á fótaburðartölti.

Búast má við dúndurfærð í dag og á morgun á suð-vestur horninu með sólskini og frosti, en síðan er búist við hlýnandi veðri á miðvikudaginn.

Allir í reiðtúr!