fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Forval ógn við Bluppið

9. desember 2011 kl. 11:30

Viðurkennt er að lakari hrossum er haldið til hlés og aðeins þau bestu koma til kynbótadóms. Á myndinni er Krókur frá Ytra-Dalsgerði, sem er flaggskip ræktunar Kristins Hugasonar, ræktunarmanns Andvara.

Lakari hrossin koma ekki til dóms

Bjarni Þorkelsson á Þóroddsstöðum minnti ráðstefnugesti á hrossaræktarráðstefnu 2011 á það vandamál sem forval kynbótahrossa til dóms er, það er að segja að aðeins betri hrossin komi til dóms, þau lakari ekki. Það sjónarmið [að vandinn sé til staðar] hefði komið glöggt fram á málþingi sem haldið var á Hvanneyri í framhaldi af doktorsvörn Elsu Albertsdóttur, sem vakti athygli á þessu atriði í doktorsritgerð sinni. Telur Bjarni að forvalið, „sem fer fram heima á góðbýlunum af sundurleitum hópi,“ eins og hann orðaði það, jafnvel ógn við Bluppið (kynbótamat WorldFengs). Sem að öðru leyti væri ákaflega traust og undanbragðalaust úrvinnslukerfi. Menn yrðu þó að muna að Bluppið væri bara úrvinnslukerfi þeirra gagna sem það er matað á, sem væru kynbótadómarnir. Á þeim hluta hrossastofnsins sem kæmi til dóms!