laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Forsölu að ljúka -

23. apríl 2010 kl. 12:11

Forsölu að ljúka -

Forsölu aðgöngumiða á Landsmót lýkur 1. maí, en fjöldi hestamanna hefur nú þegar tryggt sér miða á verulegum afslætti. „Já, forsala aðgöngumiða hefur gengið ljómandi vel, enda er fólk að spara sér umtalsverðar fjárhæðir, oft þúsundir króna, með því að kaupa miða fyrirfram. Vikupassinn fyrir fullorðna kostar til dæmis 12 þúsund krónur í forsölu og 4 þúsund krónur fyrir unglinga,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts 2010.

Tövukerfið gerir starfsmönnum Landsmóts kleift að fylgjast mjög náið með því hverjir eru forsjálir og hefur komið í ljós að það eru erlendir gestir og Íslendingar til helminga. „Hins vegar hafa Íslendingar tekið við sér síðustu daga og ætla greinilega ekki að láta happ úr hendi sleppa. Við höfum séð miðasöluna taka kipp,“ segir Jóna Fanney. „Ánægjulegt er að um 30 til 35% af þeim sem þegar hafa keypt miða hafa einnig tryggt sér stúkusæti, en á óvart kemur hins vegar hversu fáir LH og BÍ félagar hafa nýtt sér frábær vildarkjör, sem allir eru hvattir til að gera sem þegar eru ákveðnir í að fara á Landsmót.“

Forsalan fer fram rafrænt á slóðinni https://landsmot.grapewire.net/. Afsláttur er allt að 25% sé  miði keyptur í forsölu, en í boði eru bæði vikupassar og helgarpassar. Lægra gjald er greitt fyrir unglinga 14 – 17 ára og ekkert fyrir börn 13 ára og yngri. Sérstök vildarkjör eru í boði fyrir félaga í LH og BÍ.

Einnig er hægt að kaupa stúkusæti og hjólhýsastæði með aðgangi að rafmagni á afslætti í forsölu, en nú þegar er uppselt í hjólhýsastæði í neðra svæðinu.

Sem fyrr segir lýkur forsölunni 1.maí 2010, en þess skal einnig getið að hver miði sem keyptur er í forsölu gildir einnig sem miði í happdrættispotti Landsmóts og samstarfsaðila.

www.landsmot.is