sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Forskoðun kynbótahrossa og folaldasýning

1. febrúar 2010 kl. 09:01

Forskoðun kynbótahrossa og folaldasýning

Hrossaræktarfélag Andvara stendur fyrir forskoðun kynbótahrossa í reiðhöll Andvara á Kjóavöllum laugardaginn 6. febrúar frá kl. 09:00. Eins og undanfarin ár  mun Kristinn Hugason  sjá  um dóma. Hann hefur ekki klikkað hingað til, því vænlegt fyrir fólk að mæta með sín unghross til forskoðunar og verða því síður fyrir vonbrigðum með dóma á komandi vori og sumri.

Verð fyrir félagsmenn kr. 1.000.- fyrir utanfélagsmenn kr. 1.500.- Skráning fer fram með tölvupósti til hanneshj@mi.is   í síðasta lagi fimmtudagnn 4 . febrúar kl. 20:00. Skrá þarf eiganda – IS nr. – nafn – föður og móður.

Folaldasýning

Hrossaræktarfélag Andvara stendur fyrir folaldasýningu sem fer fram í reiðhöll Andvara á Kjóavöllum laugardaginn 6. febrúar kl 15-18.

Keppt verður í  flokki hryssa og hesta. Dómari verður Gunnar Arnarson. Sýningin er öllum opin. Skráning  er kr. 500.- fyrir félagsmenn í Hrossaræktarfélagi Andvara, 1.000.-  kr. fyrir aðra. Þessi sýning hefur verið vel sótt og fólk því eindregið hvatt til að mæta  með folöld eða sem áhorfendur.  Skráningu þarf að gera með tölvupósti til hanneshj@mi.is í síðasta lagi 4.febrúar kl 20. Skrá þarf: eiganda, IS númer, nafn, lit, föður og móður.