fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Forsetasynir vekja athygli

odinn@eidfaxi.is
13. október 2013 kl. 12:00

Julie Christiansen og Straumur frá Seljabrekku

Hæst dæmdi 4 vetra hesturinn og heimsmeistarinn í T2

Tveir synir Forseta frá Vorsabæ hafa vakið verðskunldaða athygli í ár en það eru Þeir Straumur frá Seljabrekku og Hersir frá Lambanesi.

Straumur vann slakataumatöltið á HM nú í sumar og var í A-úrslitum í fimmgangi á sama móti. Straumur er undan 1.verðlauna hryssunni Dögg frá Hjaltatöðum en hann hlaut 8,06 fyrir sköpulag og 8,60 fyrir kosti og þar af 9,0 fyrir tölt og vilja/geðslag. Straumur var seldur til Danmerkur árið 2011 en nokkur afkvæmi hans eru til hér á landi flest á Þóreyjarnúpi í Húnavatnssýslu.

Hinn Forsetasonurinn sem vakti mikla athygli er Hersir frá Lambanesi, en hann er með sömu aðaleinkunn og Straumur 8,38 en Hersir er aðeins 4 vetra gamall. Hæfileikaeinkunir Hersis eru þær hæstu sem 4 vetra hestur hefur hlotið en nánar var fjallað um Hersi í grein í Eiðfaxa fyrr á árinu.

Þessir bræður eru þó ekki með hæstan dóm Forsetabarna því Hilda frá Bjarnarhöfn á þann heiður en hún hlaut 8,54 í aðaleinkunn. Hún er ræktunarhryssa á Bergi á Snæfellsnesi, en nú í vetur er fyrsta afkvæmi hennar í tamningu en það er Uggasonurinn Hildingur frá Bergi.