sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Forsetafrúin vakti mikla athygli við Brandenborgarhliðið

4. ágúst 2013 kl. 15:01

Dorrit forsetafrú situr íslenskan hest við Brandenburgarhliðið.

Borgarstjóri Berlínar bauð íslenska hestinn velkominn til höfuðborgarinnar.

Það er afar óvenjuleg sjón að sjá hundruði íslenska hesta, hvað þá miðborg stórborgar eins og Berlínar. Berlín er ókrýnd höfuðborg Evrópu þar sem Þýskaland er lang áhrifmesta land álfunnar.

Ástæðan er heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið er í miðborg borgarinnar 4.-11. ágúst.

Klaus Wowereit borgarstjóri Berlínar bauð íslenska hestinn velkominn til borgarinnar við Brandenborgarhliðið í morgun. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hélt ræðu og forsetafrúin Dorritt Moussaieff steig á hestbak.

Hér má sjá viðtal við Ólaf Ragnar. Í seinnihlutanum ræðir hann um persónulega reynslu sína af íslenska hestinum.