þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Forsala Landsmóts

14. júní 2014 kl. 11:00

Nú fer hver að verða síðastur

Nú eru aðeins nokkrir dagar í að Landsmót hestamanna á Hellu hefjist. Tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins og Pálmi Gunn söng svo eftirminnilega um árið og nú fer hver að verða síðastur að kaupa stúkusæti, hjólhýsastæði og miða á mótið á forsöluverði.

Forsölunni lýkur á miðnætti sunnudaginn 15.júní og eftir þann tíma munu öll verð hækka.

 

Dagskrá mótsins má finna á vefnum www.landsmot.is  og þar er einnig að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir gesti og keppendur, sem og upplýsingar um skemmtikrafta og veitingaaðila á svæðinu.

 

Hestamenn og aðrir gestir eru hvattir til að tryggja sér bestu verðin og munið að forsölu lýkur á miðnætti 15.júní.