fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Forsala hefst í dag

15. mars 2015 kl. 12:00

Frá Vesturlandssýningunni árið 2014.

Vesturlandssýningin í Faxaborg haldin í fimmta sinn.

Vesturlandssýningin verður haldin í Faxaborg, Borganesi  laugardaginn 28. mars og hefst hún kl. 20.

„Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar fimmta árið í röð. Nú styttist í Vesturlandssýningu og er undirbúningur í fullum gangi. Endanleg dagskrá verður auglýst bráðlega en hún spannar á milli 20-25 atriði. Þar má helst nefna börn,  unglinga, ungmenni, gæðingafimi,  A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, skeið, kynbóta-   hross, ræktunarbú og afkvæmasýningar,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar.

Forsala verður í Faxaborg sunnudaginn 15. mars -  færist mánudaginn 16. mars í Kaupfélag Borgfirðinga s: 430-5500. Aðganseyrir: 13 ára og yngri 1.000 kr. og 14 ára og eldri 2.500 kr.