sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Formenn þakka fyrir sig

13. janúar 2015 kl. 19:21

Sveinn Steinarsson formaður FHB og Lárus Hannesson formaður LH þakka fyrir sig.

"Það var ánæjulegt að sjá hversu víða hestamenn komu að og hversu vel þeir skemmtu sér á sameiginlegri  Uppskeruhátíð Félags hrossabænda  og Landssambands hestamanna  á veitngarstaðnum Gullhömrum í Grafarholti um síðustu helgi. Bæði félögin rifjuðu upp hápunkta síðasta  árs og veittu viðurkenningar auk þess var Einari Öder Magnússon  heiðraður með Gullmerkinu sem er æðsta viðurkenning  LH.

Ástæða er til að þakka öllum sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinar.  Að öðrum ólöstuðum  ber að þakka sérstaklega þeim Magnúsi Benediktssyni  og Óskari Nikulássyni fyrir þeirra framlag við gerð myndskeiða með hápunktum siðasta árs og myndbands með kveðju frá  afreksmanninum Einari Öder Magnússyni.

Okkur er strax farið að hlakka til næstu hátíðar.

Með bestu kveðju og fyrir hönd okkar félaga"
Sveinn Steinarsson form FHB og Lárus Hannesson form  LH.