miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Formenn hestamannafélaga funda vegna hrossapestar

25. maí 2010 kl. 13:47

Margir efast um mat dýralæknis hrossasjúkdóma

Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga hefur boðað formenn allra hestamannafélaga í landinu til fundar næstkomandi föstudag. Í fundarboði eru formenn beðnir um að leggja mat á stöðuna í sínu félagi, á hvaða stigi og hve útbreidd hrossapestin er, og hvort ennþá sé stemmning fyrir því meðal félagsmanna að halda Landsmót á Vindheimamelum í sumar. Það virðist því vera að hestamenn treysti ekki fullkomlega mati dýralæknis hrossasjúkdóma, sem telur að pestin sé væg og engin ástæða sé til að hætta við Landsmót að svo stöddu.

Margir hrossabændur og tamningamenn eru heldur ekki sammála mati dýralæknis að rétt sé að stefna á að Landsmót verði haldið og að menn haldi áfram að þjálfa þau hross sem ekki sína einkenni pestarinnar. Margir þeirra eru þvert á móti mjög svartsýnir á framhaldið, og hafa aðra sögu að segja en dýralæknir um meðgöngutíma og hegðun pestarinnar. Dæmi eru um að hross sem veiktustu um mánaðamót febrúar/mars eru ennþá veik. Ekki hefur verið gerð nákvæm úttekt á því hvor og hve mörg hross eru sannanlega komin á sléttan sjó eftir veikindi.