laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Formannaskipti hjá Létti

5. desember 2014 kl. 13:00

léttir

Breytingar á stjórn hestamannafélagsins Léttis

Aðalfundur Léttis var haldinn 27. nóvember síðastliðinn og var fundurinn ákaflega vel sóttur.

Gengið til kosninga og byrjað var á að kjósa nýjan formann. Tveir menn voru í framboði þeir Hólmgeir Valdemarsson og Þorbjörn Guðrúnarson. Sigraði Hólmgeir kosninguna. Aðrir sem kosnir voru í aðalstjórn voru þeir Vignir Ingþórsson og Guðmundur Már Einarsson. Í varastjórn eru Andrea Hjaltadóttir, Camilla Hoj og Magnús Rúnar Árnason.

Úr stjórn gengu. 
Andrea Þorvaldsdóttir formaður
Björgvin  Helgason ritari
Hjalti Jón Sveinsson meðstjórnandi.