fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Formannafundur LH

1. nóvember 2019 kl. 21:06

Geysir hlaut Æskulýðsbikar LH fyrir árið 2019

Ekkert félag sótti um að halda Íslandsmót fullorðinna árið 2020

 

 

Formannafundur LH fór fram í dag í húsakynnum ÍSÍ. Landssamband Hestamannafélaga er 70 ára á árinu og af því tilefni var fyrrverandi formönnum boðið á fundinn og voru þeir mættir á staðinn. Þetta voru þeir Guðmundur Jónsson, Kári Arnórsson, Leifur Kr. Jóhannesson, Birgir Sigurjónsson, Haraldur Þórarinsson og Jón Albert Sigurbjörnsson.

Fundurinn þótti fara vel fram og var mikið rætt um hugmyndir um nýliðun í hestamennskunni. Þær Auður Ásgrímsdóttir og Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir, sem halda úti félagshesthúsi í Sörla, kynntu starfsemi þess. Karen Woodrow og Sif Jónsdóttir kynntu þrepaskipt ædingakerfi fyrir 6-12 ára.

Geysir hlaut æskulýðsbikarinn fyrir árið 2019 en þar hefur verið unnið öflugt ungliða starf síðastliðin ár.

Eiríkur Vilhelm Sigurðarson kynnti Landsmót 2020 á Hellu fyrir fundarmönnum.

Ákveðið var að Íslandsmót barna og unglinga 2020 verður haldið á Brávöllum, félagssvæði Sleipnis, á Selfossi. Ekki hefur verið ákveðið hvar Íslandsmót fullorðinna verður haldið en ekkert félag sótti um að halda mótið á fundinum. Það er þó talið að það muni koma í ljós nú á næstu misserum.

Átta félög norðanlands sóttu sameiginleiga um Íslandsmót fullorðinna árið 2021 sem haldið verður á Hólum.