þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Formannafundur LH

7. október 2019 kl. 11:00

Lárus Ástmar Hannesson formaður LH

Fundurinn verður í E-sal á 3.hæð (fyrir ofan skrifstofu LH) þann 1.nóvember

Formannafundur LH verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. 

Kaffiveitingar verða í boði í salnum, og léttar veitingar í sal Café Easy eftir fundinn.

Seturétt eiga eftirtaldir, stjórn og varastjórn LH, formaður allra aðildarfélaga LH, formaður starfsnefnda LH, formaður Gæðingadómarafélagsins og Hestaíþróttadómarafélagsins. Auk fyrrnefndra eru boðaðir framkvæmdastjórar og/eða gjaldkerar félaganna sem og æskulýðsfulltrúar félaganna. Formaður félags tamningamanna og formaður járningamannafélagsins eiga einnig seturétt.

Formannafundir fjalla meðal annars um, málefni LH milli landsþinga, reikninga síðastliðins rekstrarárs, 8 mánaða uppgjör reikninga ársins, endurskoðaða rekstraráætlun og rekstraráætlun næsta árs, skýrslur stjórnar og starfsnefnda. Á formannafundum má ekki gera breytingar á lögum LH né kjósa stjórn.

Dagskrá fundarins verður auglýst eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn.

Reglur um formannafund má sjá http://www.lhhestar.is/is/um-lh/formannafundir