laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Forkeppni í tölti hafin

28. júní 2012 kl. 18:47

Forkeppni í tölti hafin

Hvammbrekkan er smekkfull af áhorfendum nú þegar forkeppni í tölti fer fram. Þar etja kappi þrjátíu bestu töltarar landsins í íþróttakeppnisgrein sem reynir á færni og samspil manns og hests. Dómarar hafa vald til að hampa og draga niður fyrir reiðmennsku í greininni sem telst ein af hápunktum landsmóts.

Eins og stendur hefur Artemisia Bertus og Óskar frá Blesastöðum 1A hlotið hæstu einkunn 7,97.

Ráslistann má nálgast hér.