miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Forkeppni fimmgangs hálfnuð

21. febrúar 2014 kl. 15:18

Nils Christian Larsen keppti á Frakki frá Langholti í fimmgangnum á World Toelt

Nils ekki ánægður

Forkeppni í fimmgangi er hálfnuð og eftir hlé mun töltið byrja. Forkeppni í fimmgangi heldur síðan áfram kl. 17:30. Agnar Snorri er enn efstur í fimmgangnum. 

Nils Christian Larsen keppti á stóðhestinum Frakki frá Langholti en Frakkur var talin mjög sigurstranglegur á LM2012 í Reykjavik. Því ævintýri lauk þó í milliriðlunum þegar Frakkur missti undan skeifu. Knapi á Frakki var þá Atli Guðmundsson. 

Þetta var frumraun þeirra Nils og Frakks á keppnisbrautinni en hlutu þeir 5,90 í einkunn og var Nils ekki sáttur með einkunnirnar. Sýningin hjá þeim Frakki og Nils var ágæt en þó vantaði töluvert upp á fetið og gangskiptingin frá tölti í brokk mistókst örlítið. Sem stendur eru þeir Nils og Frakkur í 6. sæti.

Tíu efstu hestar þegar fimmgangurinn er hálfnaður:

01:105Agnar Snorri Stefánsson - Baldur vom Hrafnsholt 6,63  
UDTA 6,6 - 6,6 - 6,7 

02:010Eva-Karin Bengtsson - Nör von Bucherbach 6,33  
UDTA 6,7 - 6,1 - 6,2 

03:026Anne Stine Haugen - Rómur frá Búðardal 6,03  
UDTA 6,2 - 6,0 - 5,9 

04:039Kristjan Magnusson - Hrekkur från Hålåsen 5,97  
UDTA 5,9 - 5,9 - 6,1 

05:003Ingrid Marie Larsen - Dimmey fra Jakobsgården 5,93  
UDTA 6,0 - 5,7 - 6,1     

06:030Nils-Christian Larsen - Frakkur fra Langholti 5,90  
UDTA 5,6 - 6,1 - 6,0 

07:132Sys Pilegård - Muni von Hrafnsholt 5,80  
UDTA 5,6 - 5,9 - 5,9 

08:104Stina Larsen - Hróður frá Votmúla 2 5,70  
UDTA 5,5 - 5,6 - 6,0 

09:001Katie Brumpton - Smári från Askagården 5,67  
UDTA 5,9 - 5,6 - 5,5 

10:111Tania Højvang Jensen - Hremsa frá Hvoli 5,63  
UDTA 5,9 - 5,6 - 5,4