miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Forkeppni B-flokks hafin

25. júní 2012 kl. 09:30

Forkeppni B-flokks hafin

Forkeppni í B-flokki gæðinga hófst núna kl. 9 á Hvammsvelli í Víðidal og er landsmót þar með hafið.

Riðu á vaðið Glóðafeykir frá Halakoti og Einar Öder Magnússon, Fjarki frá Hólabaki undir stjórn Ríkharðs Flemming Jensen ásamt bleikblesóttu hryssunni Sóllilju frá Álfhólum og Söru Ástþórsdóttur. Af þeim hlutu Glóðafeykir og Einar Öder hæstu einkunn, 8,71, en þeir urðu eftirminnilega í þriðja sæti í þessum flokki á landsmóti í fyrra.