laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folöld fæðast veik

Jens Einarsson
3. júní 2010 kl. 09:45

Veturgömul trippi veikjast úti

Dæmi heyrast nú um folöld sem fæðast með hóstapest. Folald á Blesastöðum 1a á Skeiðum, sem fæddist fyrir nokkrum dögum, var greinilega veikburða þegar það komst á fætur og byrjaði að hósta fljótlega. Það var meðhöndlað með penicilíni og var orðið sprækt á þriðja degi. Folald á Þúfum í Skagafirði fékk hósta á öðrum degi, en er þó ekki máttfarið.

Eins og kom fram í fréttum RÚV í gærkvöldi þá eru útigangshross á Þúfum með hóstapestina, eins og reyndar mjög víða. Sérstakalega hefur pestin farið illa í veturgömul trippi sem tekin voru undan mæðrum sínum í vetur. Ljóst er að vonir manna um að pestin rénaði með hækkandi sól eru brostnar. Áfram verður haldið að taka sýni úr hrossum og reynt að finna orsök pestarinnar.