mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fólk fer varlega

21. september 2010 kl. 14:11

Fólk fer varlega

Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfshaga er öllum hestamönnum vel kunnur, hefur verið með öfluga hestatengda starfsemi í áratugi...

og er að ná miklum árangri í hrossarækt. Sigurður hefur verið röskur í hestaviðskiptum og hafði Eiðfaxi samband við hann til að forvitnast um gang mála.
„Hrossasalan er að taka við sér og hefur töluvert af fólki erlendis frá verið á ferðinni upp á síðkastið. Þetta fólk er fyrst og fremst að leita að ræktunarhrossum og keppnishestum.
Sala innanlands er einnig eitthvað að fara í gang, en maður verður óneitanlega var við að fólk er hikandi, vill fara varlega" sagði Sigurður að lokum.