þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fölir litir – Litaerfðamengið í stofninum-

9. júní 2011 kl. 11:54

Fölir litir – Litaerfðamengið í stofninum-

Í 3. tbl. Eiðfaxa er yfirgripsmikil grein um eiginleika albínóa í íslenska hrossastofninum. Nálægt 80% stofnsins eru í þremur dekkstu litunum, brúnum, rauðum og jörpum, og er greininni ætlað að sýna fram á hvernig auðveldast er að lýsa upp litina og viðhalda fjölbreytileika litaerfðamengja stofnsins.

„Við verðum að venja okkur á þá hugsun að fjölbreytnin í stofninum sé á okkar ábyrgð og við verðum að gera eitthvað í því, annað og meira en að fylgja tísku og gróðavegi. Við eigum að vinna markvisst að viðhaldi fjölbreytileikans. Aðferðin við lýsingu litanna í stofninum er einföld, byggist á því að koma upp og nota svokallaða albínóa,“ segir m.a. í greininni þar sem Páll og Freyja Imsland fjalla um albínóa, eiginleikar litsins og erfðir í því augnamiði að auka mönnum skilning á eðli hans í gripum og virkni hans í ræktun.