fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fold frá Auðsholtshjáleigu hlýtur heiðursverðlaun

4. nóvember 2019 kl. 08:57

Fold frá Auðsholtshjáleigu

Tilkynning frá fagráði

Þau mistök áttu sér stað við samantekt og verðlaunaveitingu á þeim hryssum sem hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár, að það sást yfir hryssuna Fold frá Auðsholtshjáleigu. Hún er sannarlega komin með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi þar sem hún er með 119 stig í kynbótamatinu og er komin með fimm dæmd afkvæmi. Hún er því með aðra hæstu einkunn í kynbótamatinu af þeim hryssum sem hljóta þessi verðlaun í ár.

Fagráð í hrossarækt vill biðja eigendur og ræktendur hryssunnar innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum og um leið óska þeim til hamingju með árangurinn. Samantekt um þær hryssur sem hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á árinu mun koma í Bændablaðinu 21. nóvember.