fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folatollar og málverk í verðlaun

13. apríl 2015 kl. 09:35

Gunnhildur Sveinbjarnardóttir og Skjálfti frá Langholti.

Kvennatölt í reiðhöll Spretts.

Hestamannafélagið Sprettur stendur fyrir Kvennatölti í Reiðhöll Spretts næstkomandi laugardag, 18. apríl. Keppendum er bent á að skrá sig fyrir lok dags á morgun, 13. apríl í tilkynningu.

"Vinningar í Kvennatöltinu í ár eru ekki af verri endanum. Fyrir glæsilegasta parið í hverjum flokki er folatollur undan vel völdum stóðhestum, til að mynda Nökkva frá Syðra-Skörðugili og Geisla frá Sælukoti. Í vinningakörfunni eru málverk, snyrtivörur, hárvörur, beisli, skart, ostakörfur, reiðtímar, fóðurbætir og peningaverðlaun í fyrstu verðlaun í öllum flokkum.

Skráning fer fram á www.sportfengur.com og stendur skráning til miðnættis þann 13. apríl. Skráningar fara óvenju vel af stað og stefnir í gríðarlega sterka og spennandi keppni."