miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldsýning Hrossaræktarfélags Hraungerðishrepps

18. mars 2014 kl. 11:00

Folaldsýning Hrossaræktarfélags Hraungerðishrepps

Niðurstöður

Folaldsýning Hrossaræktarfélags Hraungerðishrepps var haldin í reiðhöll Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi 9.mars sl. 

Alls voru 28 folöld sýnd og dómarar voru Páll Bragi Hólmarsson frá Austurkoti og Halldór Þorbjörnsson frá Miðengi og þulur Sverrir Ágústsson þakkar stjórn félagsins þeim fyrir góð störf.  Verðlaunin voru heldur ekki að verri endanum. Í hryssuflokknum gáfu hjónin á Vorsabæ 2 folatoll undir Hreyfil frá Vorsabæ 2 og í hestaflokknum gaf Kristinn á Laugarbökkum folatoll undir Barða frá Laugarbökkum.  Þá gaf Gunnar Friðþjófsson folatoll undir Svörð frá Skjálg sem vinsælasta folaldið hlaut. 

Hryssuflokkur úrslit: 
1.sæti Frægð frá Brúnastöðum leirljós F: Loki frá Selfossi M: Katla frá Brúnastöðum Mf: Oddur frá Selfossi Eig/rækt: Ágúst Guðjónsson.
2.sæti Hrund frá Hrafnsholti brún F: Álmur frá Skjálg M: Fjöður frá Langholti Mf: Kjarni frá Kjarnholtum I Eig/rækt: Jónas Már Hreggviðsson.
3.sæti Embla frá Brúnastöðum brún F: Ljóni frá Ketilsstöðum M: Evíta frá Litla-Garði Mf: Svartur frá Unalæk Eig/rækt: Ketill Ágústsson.

Hestaflokkur úrslit: 
1.sæti Askur frá Gerðum rauðjarpstjörnóttur F: Kapall frá Langsstöðum M: Þruma frá Gerðum Mf: Kappi frá Hörgshóli Eig/rækt: Baldur G. Tryggvason.
2.sæti Jóríkur frá Hæli jarptvístjörnóttur F: Kormákur frá Flugumýri M: Bylting frá Hæli Mf: Sproti frá Hæli Eig/rækt: Aðalsteinn Steinþórsson.
3.sæti Krókur frá Brúnastöðum jarpur F: Þeyr frá Akranesi M: Þota frá Brúnastöðum Mf: Galdur frá Sauðárkróki Eig/rækt: Ágúst Ingi Ketilsson.

Vinsælasta folaldið, kosið af áhorfendum var Frægð frá Brúnastöðum sem sigraði hryssuflokkinn jafnframt.

Hér koma tölur úr forkeppni, en röðun breyttist í einhverjum tilfellum í úrslitum.

Nafn Útlit Hreyfing Ganghæfni Alls stig 
Frægð frá Brúnastöðum 9 8 7 24 
Embla frá Brúnastöðum 7 8 7 22 
Lukkudís frá Selfossi 9 7 6 22 
Hrund frá Hrafnsholti 6 6 7 19 
Þoka frá Litlu-Reykjum 5 8 6 19 
Veröld frá Litlu-Reykjum 5 6 7 18 
Krafla frá Hrafnsholti 7 5 5 17 
Alrún frá Langsstöðum 6 5 5 16 
Embla frá Gerðum 6 4 5 15 
Jódís frá Brúnastöðum 6 4 5 15 
Orka frá Reykjaseli 4 5 5 14 
Gyðja frá Langholti 4 5 5 14 
Elva frá Brúnastöðum 3 4 4 11 

Askur frá Gerðum 9 7 8 24 
Jóríkur frá Hæli 9 6 7 22 
Arfur frá Hrygg 7 7 8 22 
Myrkvi frá Litla-Ármóti 6 9 6 21 
Krókur frá Brúnastöðum 7 7 7 21 
Jaxl frá Austurhlíð 6 7 7 20 
Gáski frá Oddgeirshólum 7 7 6 20 
Hlekkur frá Hrafnsholti 7 6 7 20 
Núpur frá Miðholti 7 6 6 19 
Hvellur frá Langsstöðum 6 6 7 19 
Spuni frá Skeggjastöðum 5 6 7 18 
Askur frá Brúnastöðum 5 7 6 18 
Ýmir frá Oddgeirshólum 6 5 7 18 
Nökkvi frá Selfossi 7 5 5 17 
Dreitill frá Litla-Ármóti 6 5 6 17