þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning

16. mars 2017 kl. 17:42

Hrossaræktarfélag Hraungerðishrepps sýndi afrakstur ræktunarstarfsins á skemmtilegum degi á Selfossi.

Folaldsýning Hrossaræktarfélags Hraungerðishrepps var haldin í reiðhöll Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi 12 mars sl. Baráttan hefur löngum verið hörð um efstu sætin og sigurvegarar fyrri folaldasýninga yfirleitt orðið að úrvalsgæðingum.Ekki er von á öðru en svo verði einnig með þau folöld sem sýnd voru í ár.

Alls voru 22 folöld sýnd og dómari var Jón Vilmundarson og þulur Ágúst Ingi Ketilsson þakkar stjórn félagsins Jóni fyrir góð störf.  Í verðlaun voru álitlegir folatollar. Í hryssuflokknum gaf Erlendur Árnason folatoll undir Sigurbjörn frá Skiðbakka III og í hestaflokknum gaf Helgi Eggertsson folatoll undir Máf frá Kjarri  og þakkar stjórn félagsins fyrir þessar rausnarlegu gjafir.

Hestaflokkur úrslit.

1. Goði frá Oddgeirshólum rauðbl.
F. Hrannar frá Flugumýri
M. Assa frá Oddgeirshólum
MF. Örn frá Efri-Gegnishólum
Eig/rækt: Magnús Guðmundsson

2. Magni frá Brúnastöðum jarpur
F. Glaumur frá Geirmundarstöðum
M. Þokkadís frá Brúnastöðum
Mf. Þóroddur frá Þóroddsstöðum
Eig/rækt: Guðni Ágústsson

3. Meiður frá Miðholti brúnn
F. Bragur frá Ytra-Hóli
M. Urður frá Kirkjubæ
Mf. Hrynjandi frá Hrepphólum
Eig/rækt: Jón S. Gunnarsson

Hryssurflokkur úrslit.

1. Von frá Gerðum bleikálótt
F. Narri frá  V-Leirárgörðum
M. Þota frá Gerðum
Mf. Bjargþór frá Blesastöðum 1A
Eig/rækt: Ingvi Tryggvason

2. Trú frá Hæli jörp
F. Trausti frá Blesastöðum
M. Þrá frá Varmalæk
Mf. Þokki frá Varmalæk
Eig/rækt: Aðalsteinn Steinþórsson

3. Hvítasunna frá Syðra-Velli brúnskjótt
F. Krókus frá Dalbæ
M. Fluga frá Selfossi
Mf. Illingur frá Tóftum
Eig/rækt: Tryggvi Ágústsson

Vinsælasta folaldið, kosið af áhorfendum var Von frá Gerðum.