miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning Sörla

5. mars 2014 kl. 08:40

Hestamannafélagið Sörli

Breytt tímasetning

Opna folaldasýning Sörla verður haldin í reiðhöllinni að Sörlastöðum í Hafnarfirði laugardaginn 8. mars kl. 14:00.

Keppt verður í flokki mer- og hestfolalda.Tvö folöld verða sýnd í hverju holli. Kristinn Guðnason og Guðmundur Viðarsson dæma.

Ókeypis aðgangur fyrir áhorfendur

Verðlaun verða veitt fyrir folald sýningar að mati dómara, folald sýningar að mati áhorfenda og þrjú efstu folöld í hvorum flokki.

Uppboð á folatollum verður í hléi undir topp stóðhesta. Verðlaun og uppboð á folatollum undir 1. verðlauna stóðhesta.

Skráningargjald er 2.000 kr fyrir hvert folald.

Boðnir verða upp tollar undir eftirfarandi stóðhesta:

  • Arion frá Eystra-Fróðholti
  • Loki frá Selfossi
  • Stormur frá Herríðarhóli
  • Þytur frá Neðra-Seli
  • Lukku Láki frá Stóra Vatnsskarði
  • Haukur frá Ragnheiðarstöðum