mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning á Selfossi

19. nóvember 2013 kl. 10:31

Elja frá Ytra-Vallholti með þriggja daga daga gamalt hestfolald. Ljósmynd Rósberg Óttarsson

Skráningu lýkur fimmtudaginn 21. nóv.

Búnaðarfélag Sandvíkurhrepps stendur fyrir folaldasýningu í reiðhöllinni á Selfossi laugardaginn 23 nóv kl 14.00. Allir íbúar í gamla Sandvíkurhreppi sem og íbúar Selfoss hafa þáttökurétt.

Glæsileg verðlaun verða veitt í boði: Spónn.is  Vatnsholt ferðaþjónusta og Top reiter. Keppt verður í tveimur  flokkum.hestfolöld og merfolöld. Einnig velja áhorfendur glæsilegasta folald sýningarinnar.

Við skráningu þarf að koma fram , Nafn folalds  ,faðir og móðir, bæjarnafn og ræktandi. Skráningargjald er 2000 kr á hvert folald og greiðist á staðnum með reiðufé. Skráning fer fram á topphestarpb.@gmail.com eða austurkot@austurkot.is

Skráningu lýkur fimmtudaginn 21 nov .