þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning og sviðamessa

2. febrúar 2012 kl. 09:45

Folaldasýning og sviðamessa

Andvaramenn ættu að taka laugardaginn 4. febrúar frá.

Í Félagsheimili Andvara verður slegið upp í Sviðamessu Jonna kl. 12. Ellert Þ Benediktsson dýralæknir á Hellu segir frá fósturvísaflutningum undir borðhaldi. Verð með mat 2.500.

Að henni lokinni, eða kl. 15, hefst folaldasýning í Reiðhöll Kjóavalla.

Keppt í flokki hryssa og hesta. Dómari er Ævar Örn Guðjónsson

Gefa þarf upp IS númer, nafn, lit , föður, móður og eiganda. Skráningargjald er 1000 kr. fyrir félagsmenn Andvara en 1500 kr. fyrir aðra. Greiða þarf á staðnum með peningum.

Skráning fer fram í gegnum netfangið hanneshj@mi.is til 2. febrúar kl. 20.