föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning í Villingaholtshreppi

25. febrúar 2015 kl. 14:58

Árið 2013 fæddust 11.235 folöld samkvæmt skráningum í WorldFeng.

Skráning stendur yfir til 6. mars.

Folaldasýning fyrir félagsmenn Hrossaræktarfélags Villingaholtshrepps sem vera átti sunnudaginn 22. febrúar verður haldinn þann 8. mars í reiðhöllinni á Þjórsárbakka kl. 14, samkvæmt tilkynningu frá stjórn hrossaræktarfélagsins.

"Þáttökugjald 2.000 kr. fyrir hvert folald. Þær skráningar sem borist hafa halda sér. Ef afskrá á folöld þá vinsamlegast senda tölvupóst atligeir@hive.is eða í síma hjá Atla Geir s. 898-2256. Skráningafrestur rennur út kl. 22 þann 6. mars. Koma verður fram nafn á folaldi, litur, móðir, faðir, ræktandi og eigandi.

Þeir sem verða með folöld eru beðnir um að mæta eigi síðar en kl.13.30. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin merfolöld og hestfolöld."