miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning í Kjósinni

3. desember 2009 kl. 09:50

Folaldasýning í Kjósinni

Hestamannafélagið Adam stendur fyrir folaldasýningu í Boganum kl. 14 laugardaginn 12. desember n.k. Þrú efstu folöld í hvorum flokk verðlaunuð, auk þess verður athyglisverðasta folaldið kosið af áhorfendum og verðlaunað sérstaklega.

Til að skrá folöld skal senda tölvupóst á netfangið: bjossi@icelandic-horses.is eða í síma 895-7745 í síðasta lagi fimmtudaginn 10. desember. Ekki verður tekið við skráningum eftir að skráningatíma lýkur.  Skráningargjald er kr. 1500 fyrir hvert folald. Skráningu skal fylgja nafn, uppruni og litur, ef folald er ekki skráð í Worldfeng, þurfa upplýsingar um nafn og uppruna foreldra að fylgja.

Heitt á könnunni og piparkökur – Kjósverjar og annað skemmtilegt fólk látið sjá ykkur.

Stjórn Adams.