mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning í Hringsholti - úrslit

8. janúar 2010 kl. 10:25

Mynd: www.hringurdalvik.net

Folaldasýning í Hringsholti - úrslit

Folaldasýnig var haldin í Hringsholti sunnudaginn 3. janúar s.l. Þátttaka var mjög góð en um 50 folöld voru skráð til sýningarinnar. Einnig voru tveir ungfolar sýnir þeir Noi frá Hrafnstöðum og Íslendingur frá Dalvík. Áhorfendur voru töluvert margir þó svo að kalt hafi verið á mannskapnum, en í hléi var boðið uppá kaffi, kakó og smákökur í félagsaðstöðu hestamannafélagsins.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Hryssur

1
Askja frá Jarðbrú, brún
F: Adam frá Ásmundarstöðum
M: Næla frá Hóli v/Dalvík
Eig. Þorsteinn Hólm og Þröstur K.

2
Glóð frá Dalvík, rauðstjörnótt
F: Þokki frá Kýrholti
M: Blæja frá Veðramóti
Eig. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir

3
Sól frá Sökku, jörp
F: Stjörnustæll frá Dalvík
M: Lukka frá Sökku
Eig. Brynjólfur Máni Sveinsson

Hestar

1
Kopar frá Jarðbrú, móálóttur
F: Kappi frá Kommu
M: Spenna frá Dæli
Ræktandi: Jarðbrú
Eig. Hilmar Gunnarsson

2   
Vængur frá Grund, jarpur
F: Tindur frá Varmalæk
M: Ölun frá Grund
Eig. Friðrik Þórarinsson

3   
Tindur frá Dalvík, rauðstörnóttur
F: Erró frá Lækjarmóti
M: Gerður frá Dalvík
Eig. Sigurður Jónsson