miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning í Halakoti - úrslit

22. febrúar 2011 kl. 21:47

Folaldasýning í Halakoti - úrslit

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Hraungerðishrepps var haldin í Halakoti sunnudaginn 13. febrúar.

41 folald mættu til sýningarinnar og u.þ.b. 110 manns komu til að fylgjast með. Steindór Guðmundsson á Hólum fékk það erfiða verkefni að dæma folöldin og svo kusu áhorfendur það folald sem þeim leist best á. Hrossaræktarfélagið Hraungerðishrepps þakkar staðarhöldurum í Halakoti þeim Einar Öder og Svanhvíti fyrir afnot af hesthúsinu og Steindóri fyrir dómgæsluna og þeim fjölmörgu sem leið sína lögðu á sýninguna fyrir skemmtilegan dag.

Úrslit:

1.sæti: Hrollur frá Hrafnsholti rauður
F: Markús frá Langholtsparti
M: Náttdís frá Langholti
Mf: Náttar frá Miðfelli
Eig/rækt: Jónas Már Hreggviðsson

2.sæti: Líf frá Oddgeirshólum rauðstj. grá
F: Kjarni frá Þjóðólfshaga
M: Birta frá Bár
Mf: Glæsir frá Bár
Eig/rækt: Steinþór Guðmunds/Þuríður Einarsd.

3.sæti: Víkingur frá Oddgeirshólum brúnn
F: Æsir frá Oddgeirshólum
Ff: Álfur frá Selfossi
M: Hera frá Oddgeirshólum
Mf: Hervar frá Sauðárkróki
Eig/rækt: Magnús Guðmunds/Bryndís Snorradóttir

Vinsælasta folaldið að mati áhorfenda:
Þokka frá Brúnastöðum móbrún
F: Loki frá Selfossi
M: Katla frá Brúnastöðum
Mf: Oddur frá Selfossi
Eig/rækt: Ágúst Guðjónsson