mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning í Flúðahöllinni

Óðinn Örn Jóhannsson
8. mars 2018 kl. 09:03

Tinna Dögg frá Kjarnholtum.

Efstu folöldin í hverjum flokki.

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Biskupstungna var haldin í Flúðahöllinni 3.mars. Þáttaka var mjög góð en 23 folöld mættu til leiks og voru mjög góð öll og áberandi hvað þau voru jöfn. Dómari var eins og oft áður Erlendur Árnason frá Skíðbakka og gaf hann öllum folöldunum einkunn fyrir byggingu og gang og lýsti dómum jafnóðum. 

Efstu folöldin í flokki hestfolalda voru:

1.sæti  IS2017188470 Svalur frá Fellskoti

rauðskjóttur

F. Hákon frá Ragnheiðarstöðum

M. Spes frá Fellskoti

Ræktandi  Líney Kristinsdóttir

Eig. Fellskotshestar ehf.

2.sæti  IS2017188471 Blikar frá Fellskoti

rauðjarpur

F. Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu

M Birta frá Fellskoti

Ræktandi Líney Kristinsdóttir

Eig. Fellskotshestar ehf.

3.sæti   IS2017188505 Hlér frá Torfastöðum 

Gráskjóttur, höttóttur

M. Snæfríður frá Torfastöðum, IS2009288505

F. Sigur frá Stóra-Vatnsskarði, IS2013157651

Ræktendur og eig. Ólafur Einarsson 

og Drífa Kristjánsdóttir.

Efstu folöldin í flokki merfolalda voru:

1.sæti  IS2017288560 Tinna Dögg frá Kjarnholtum I

bleikálótt

F. Álfaklelttur frá Syðri-Gegnishólum

M. Hera frá Kjarnholtum I

Ræktandi og eig. Magnús Einarsson

2.sæti  IS2017288562 Rauðbrá Frá Kjarnholtum I

rauðstjörnótt

F. Rauðskeggur frá Kjarnholtum I

M. Dagrenning frá Kjarnholtum I

Ræktandi og eigandi Magnús Einarsson

3.sæti  IS2017288520 NN Bræðratungu 

dökkjarpstjörnótt hryssa

M. Eyja frá Bræðratungu 

F. Stjörnufákur frá Bræðratungu

Ræktandi og eig. Guðrún Magnúsdóttir 

og Kjartan Sveinsson

Efstu folöldin í Gestaflokki voru:

1.sæti  IS2017188384 Kristall frá Flúðum

brúnn tvístjörnóttur

F. Skýr frá Skálakoti

M Keila frá Fellskoti

Ræktandi og eig. Hörður Úlfarsson

2.sæti  Nn frá Hrosshaga 

brún 

F.  Hraunar frá Hrosshaga 

M. Sveifa frá Vatnshömrum 

Ræktandi og eig Pernille Brinch

3.sæti  Skýjaborg frá Reykjadal. 

rauðstjörnótt.

F. Skýr frá Skálakoti 

M. Ör frá Syðra Garðshorni. 

Ræktandi og eig Guðríður Eva Þórarinsdóttir