laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning í Borgarnesi

2. desember 2011 kl. 15:46

Folaldasýning í Borgarnesi

Folaldasýning verður haldin í Faxaborg sunnudaginn 4. desember kl. 14.

Sýnd verða um 20 velættuð folöld og er amk. eitt þeirra til sölu. Þá verða að öllum líkindum nokkur fullorðin hross til sölu á staðnum. Áhugasamir hrosseigendur geta enn skráð folöld sín til sýningar  til kl. 12 á morgun, laugardag 3. desember, hjá Inga í síma 860 2181

Aðgangseyrir á sýninguna er 1.000 kr. fyrir 17 ára og eldri en 1.500 kr. fyrir hjón. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri.