laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Villingaholtshrepps

12. febrúar 2014 kl. 12:22

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Folaldasýning  fyrir félagsmenn Hrossaræktarfélags Villingaholtshrepps verður haldin  sunnudaginn  16. feb. 2014 í reiðhöllinni á Austurás  kl.14.00.   Þátttökugjald er 2000 kr fyrir hvert folald.  Skráning í síma hjá Atla Geir S:8982256 atligeir@hive.is  

Skráningfrestur rennur út kl 22.00,  14. feb. 2014.  Koma verður fram nafn á folaldi, litur, móðir, faðir,  ræktandi og eigandi.

Þeir sem verða með folöld eru beðnir um að mæta eigi síðar en kl.13.30

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.