mánudagur, 17. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Hraungerðishrepps

6. mars 2010 kl. 15:05

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Hraungerðishrepps

Sunnudaginn 21.febrúar sl. var haldin glæsileg folaldasýning Hrossaræktarfélags Hraungerðishrepps tókst vel að viðstöddum fjölda áhorfenda.  25 folöld tóku þátt.

Dómari var Steindór Guðmundsson stórbóndi á Hólum og fórst honum það verk vel úr hendi, þulur var Ágúst Guðjónsson.  Glæsileg verðlaun voru í boði fyrir vinsælasta folaldið og efsta sætið.  Snorri Kristjánsson gaf folatoll undir Alvar frá Brautarholti(ósýndur 4v. foli undan Dalvari frá Auðsholtshjáleigu og Öskju frá Miðsitju) fyrir vinsælasta folaldið og Ármann Sverrisson gaf folatoll undir Loka frá Selfossi(7,96 - 8,40 a.e. 8,23 undan Smára frá Skagaströnd og
Surtlu frá Brúnastöðum) fyrir efsta sætið. 

Glæsilegur farandbikar var fyrir efsta sætið en hann var gefinn af Magnúsi í Oddgeirshólum og börnum hans til minningar um Brynhildi Magnúsdóttur.

Úrslit urðu sem hér segir:
1.  Bjartur frá Laugamýri bleikálóttur f: Krákur frá Blesastöðum 1a. m: Krafa
frá Ingólfshvoli. 44,4 stig. Eigandi: Sævar Kristjánsson.
2.  Aría frá Langsstöðum brúnskjótt f: Álfur frá Selfossi. m:Hlýja frá
Langsstöðum. 42,8 stig. Eigandi: Einar Hjálmarsson og Sigurbára Rúnarsdóttir.
3.  Blökk frá Brúnastöðum brún f: Arður frá Brautarholti. m: Evíta frá
Litla-garði. 42,4 stig.  Eigandi: Ketill Guðlaugur Ágústsson.
4.  Hervör frá Brúnastöðum jörp f: Glóðafeykir frá Halakoti. m: Þórkatla frá
Brúnastöðum. 40 stig.  Eigandi: Ketill Guðlaugur Ágústsson.
5.  Kapall frá Langsstöðum jarpur f: Álfur frá Selfossi. m: Von frá
Langsstöðum. 39,6 stig.  Eigandi: Trausti Hjálmarsson.

Heimasíða félagsins:www.hross.weebly.com