föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning Adams

25. nóvember 2013 kl. 10:18

Borgfjörð frá Morastöðum og Rauðhetta frá Þúfu í kjós áttu vinninginn.

Folaldasýning Adams fór fram um helgina en það var Borgfjörð frá Morastöðum sem sigraði í flokki hestfolalda og Rauðhetta frá Þúfu í Kjós sigraði í flokki merfolalda. 

"Langbestu folaldasýningu ársins í Kjósinni er lokið. Dómarnir voru alveg svellkaldir, enda undir frostmarki í Boganum, eitthvað sem bjórinn þoldi mun betur en áhorfendur.  Þeir sem ekki skoluðu gómsætum Adamsborgurum niður með einhverju frostþolnu,  borðuðu gosið með. Þorvaldur Kristjánsson, master í kynbótafræðum ásamt ýmsu fleiru, sá um að vega og meta folöldin, og naut hann aðstoðar og visku Magnúsar Benediktssonar hins athafnasama.  Í þetta sinn voru skráð 18 folöld, og voru metin bæði að byggingu og hæfileikum. Sýndu sum mjög flott tilþrif, sum flottari en önnur, sum ekki svo og önnur alls ekki.

Verðlaunin voru glæsileg;  bikarar, verðlauna peningar, stytta og ekki síst bækurnar; Hrossaræktin og Stóðhestar 2013, sem Hrossaræktin ehf.  gaf félaginu.

Sigurvegari í flokki hestfolalda var hinn léttbyggði og lofthái Borgfjörð frá Morastöðum. Sýndi sá mikinn fótaburð og fór mest um á feiknaflottu brokki. Í flokki merfolalda sigraði hin bráðmyndalega Rauðhetta frá Þúfu í Kjós. Sú sýndi mikla mýkt, rými og mikinn fótaburð, ekki síst á tölti.  Að lokum völdu dómarar glæsilegasta folald sýningarinnar, og fyrir valinu varð Rauðhetta, sem fyrr er getið." 

Úrslit urðu eftirfarandi:

Hestfolöld:

 1.    Borgfjörð frá Morastöðum IS2013125097
M: Marta frá Morastöðum.
F: Vörður frá Sturlureykjum 2.
Eigandi og ræktandi: María Dóra Þórarinsdóttir.

2.    Mikkael frá Flekkudal.

Móðir: Lögg frá Flekkudal
Faðir: Stáli frá Kjarri
Ræktandi og eigandi: Guðný Ívarsdóttir
3.     Sprettur frá Hlíðarási IS2013125696

Faðir :Kvistur frá Skagaströnd
Móðir: Náma frá Kílhrauni
Ræktandi og eigandi: Óðinn Elísson.

4.     Kári frá Morastöðum IS2013125095 jarpur

M: Kolbrá frá Litladal
F: Kvistur frá Skagastönd.
Eigandi og ræktandi: María Dóra Þórarinsdóttir

 5.  Grásteinn frá Flekkudal.

Móðir: Hauðna frá Reykjavík
Faðir: Hrói frá Flekkudal
Ræktandi og eigandi: Sigurður Guðmundsson

 

Merfolöld:

1.     IS2013225435 Rauðhetta frá Þúfu í Kjós

M: Þyrnirós frá Þúfu í Kjós
F: Herkúles frá Ragnheiðarstöðum.
Eigandi og ræktandi: Guðríður og Björn  á Þúfu í Kjós

2.    Venus frá Þúfu í Kjós

M: Folda frá Þúfu í Kjós.
F: Desert frá Litlalandi.
Eigandi og ræktandi: Guðríður Gunnarsdóttir á Þúfu í Kjós

3.    Fjöður frá Hlíðarási

 F: Seiður frá Flugumýri
               M: Vera frá Hafsteinsstöðum
               Eigandi og ræktandi: Óðinn Elísson.

4.    Lifun frá Flekkudal.
M: Æsa frá Flekkudal

       F:  Stáli frá Kjarri
              Ræktandi og eigandi: Guðný Ívarsdóttir

5.    Agnes frá Flekkudal. 

M: Björk frá Vindási
 F: Hrói frá Flekkudal
 Ræktandi og eigandi: Sigurður Guðmundsson