miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning Adams

14. nóvember 2013 kl. 12:01

.

Laugardaginn 23. nóvember

Hin árlega folaldasýning Adams  í Kjós, verður haldin laugardaginn 23. nóvember n.k. kl. 13 í Boganum á Þúfu. Hamborgarar verða á grillinu, heitt á könnunni og kaldur í kistunni. Elli á Hurðarbaki verður í hliðinu; þetta getur ekki klikkað. Okkar litla félag hefur fengið stærsta kynbótadómara landsins til að dæma. Ekkert hálfkák, við tökum svona sýningu alvarlega.  Þeir sem vilja taka þátt eru beðnir að senda upplýsingar um folöld á netfangið: bjossi@icelandic-horses.is  Í skráningu komi fram nafn folalds og litur, nafn ræktanda og eiganda, IS númer sé folaldið skráð, ef ekki þá nafn og uppruni föður og móður.  Verðlaun eru veitt í flokki hestfolalda og merfolalda. Glæsilegast folaldið ræktað af félaga í Adam hlítur sérstök verðlaun. 
Þátttökugjald er kr. 1500 á hvert folald. Skráningafrestur er til og með 21. nóv. 
Folaldasýningar Adams hafa alltaf verið mjög vel sóttar og nokkuð víst að það verður mikið fjör og svaka gaman.  Allir velkomnir, sérstaklega fólk í jólaskapi - fýlupokar fari eitthvert annað.
Athugið: Aðeins folöld undan foreldrum fást skráð .o)