miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning Adams

26. nóvember 2014 kl. 10:20

Folald

Magnús Benediktsson og Dr. Þorvaldur Kristjánsson dæma.

Af týpískum óviðráðanlegum ástæðum, hefur folaldasýningu Adams verið frestað til laugardagsins 6. Desember. Sem reyndar er bara frábært, því þá geta gestir slegið tvær flugur í einu höggi. Sama dag er aðventumarkaðurinn í Félagsgarði í Kjós. Þar er hægt að gera frábær kaup í hinum ýmsu hannyrðum og mat, t.d. jólakhangikjöti og ýmsu fleiru. Nú, svo er þar hægt að fá rjúkandi heitt kakó og rjómagúmelaði.

Folaldasýningin hefst kl. 13 í Boganum á Þúfu í Kjós. Skráningar þarf að senda eigi síðar en fimmtudaginn 4.desember.  Ef folald er grunnskráð er nóg að fram komi nafn og fæðingarnúmer, annars þarf nafn, uppruna , lit og nafn föður og móður ásamt nafni eiganda og ræktanda. Skráningar þarf að senda á netfangið: bjossi@icelandic-horses.is eða  með SMS á 895-7745. Skráningargjald er kr. 2000 á folald. Gestir geta fengið sér gómsæta grillaða Bogaborgara og eitthvað ískalt með. ATH. Þátttökugjöld þarf að greiða á staðnum með seðlum og sama á við á borgarabarnum. Ath. Ekki er hraðbanki á staðnum, skrítið. 

Dómarparið er skipað þeim Dr. Þorvaldur Kristjánsson og Magnús Benediktsson. Ef þessir kappar gefa folöldum ekki grænt ljós, geta menn hreinlega farið með þau á jólamarkaðinn strax að lokinni sýningunni.