miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning á Skeiðum - úrslit

3. nóvember 2009 kl. 09:45

Folaldasýning á Skeiðum - úrslit

Hin árlega folaldasýning í Skeiðahreppi var haldin 31.okt að Vorsabæ 2. Margt var um manninn og greinilegt að mikill áhugi er hjá fólki á öllum aldri fyrir svona sýningu. Óðinn Örn Jóhannesson fékkst í það vandasama verk að lýsa folöldum og meta þau. Alls mættu 30 folöld á sýninguna frá 10 bæjum.

Folöldin röðuðust þannig:

1. Hátíð Hlemmiskeiði 3 
Moldóttstjörnótt   
F: Mjölnir Hlemmiskeiði 3  
M: Alda Blesastöðum 1a  
Eig: Inga Birna Ingólfsdóttir
 Árni Svavarsson og
Arnar Árnason

2. Sorti Efri-Brúnavöllum 1
Brúnn  
F: Óskar Blesastöðum 1a  
M: Fríða Ytri-Bægisá
Eig: Hermann Karlsson

3. Loftfari Húsatóftir 2a 
Jarpur
F: Mjölnir Hlemmiskeiði 3 
M: Kolbrá Húsatóftum 2a 
Eig: Elín Moqvist

4.  Páll Vorsabæ 2
Brúnskjóttur
F: Öfjörð Litlu-Reykjum
M: Alda Vorsabæ 2
Eig: Stefanía Sigurðardóttir.

5. Glæsir  Fjalli
Rauðskjóttur
F: Mjölnir  Hlemmiskeiði 3
M: Birta  Núpi
Eig: Ásgeir Bragason  og Hrönn Bjarnadóttir

6. Dökkvi Flatey
Brúnn
F: Dagur Hvoli
M: Dimma Breiðabólstað
Eig: Bára B Kristjánsdóttir

 
Hátíð frá Hlemmiskeiði 3 (moldótt)var ekki bara efst hjá dómaranum heldur var hún einnig valin í fyrsta sæti af áhorfendum. Eins og fyrr segir er hún undan Mjölni frá Hlemmikeiði 3 sem fór í feikna góðan dóm í vor aðeins 4 vetra. Hann er greinilega að stimpla sig heldur hressilega inn sem kynbótahestur þar sem þrjú mætt afkvæmi undan honum á sýningunni röðuðu sér öll í verðlaunasæti þ.e. í 1. 3. og 5.sæti.