laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning á Flúðum

25. nóvember 2009 kl. 09:25

Folaldasýning á Flúðum

Á annað hundrað manns komu í reiðhöllina á Flúðum á laugardagskvöld til að fylgjast með folaldasýningu á vegum Hrossaræktarfélags Hrunamanna. Sýnt var 21 folald en hvert bú mátti sýna eitt folald af hvoru kyni, sumir ræktendur komu með tvö en nokkrir ræktendur með eitt. Hjónin Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar Arnarsson dæmdu folöldin.
 
Úrslit urðu þessi:

Hestar
1 Kiljan frá Jaðri, brúnskjóttur  F:Ás frá Ármóti M:Glóð frá Feti Eig: Jaðarsbúið
2 Kvartett frá Túnsbergi, grár  F: Gaumur frá Auðsholtshjáleigu M: Staka frá Litlu -Sandvík Eig: Gunnar Kr.Eiríksson
3 Seifur frá Hrepphólum, bleikálóttur F: Þröstur frá Hvammi M:Glenna Eig: Ólafur Stefánsson

Hryssur
1 Hera frá Efra-Langholti, bleikálótt  F: Valur frá Efra-Langholti M: Hrund frá Reykjaflöt Eig: Berglind Ágústsdóttir
2 Grána frá Haukholtum, grá  F:Tónn frá Austurkoti M: Freyja frá Ásatúni Eig: Þorsteinn Loftsson
3 Jörp frá Langholtskoti, jörp  F: Valur frá Efra-Langholti M: Elding frá Langholtskoti Eig: Unnsteinn Hermannsson

Áhorfendur völdu Kiljan frá Jaðri glæsilegasta folaldið af mörgum glæsilegum.