mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning á Flúðum - Myndir

19. mars 2011 kl. 12:26

Folaldasýning á Flúðum - Myndir

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Hrunamanna var haldin í reiðhöllinni á Flúðum í gærkvöldi. Alls tóku 20 folöld þátt í sýningunni en keppt var í flokki merarfolalda og hestfolalda. Dómarar voru Vignir Siggeirsson og Lovísa Herborg Ragnarsdóttir og höfðu þau orð á því að mörg folöldin væru frammfalleg og létt byggð og erfitt hefði verið að raða í sæti. 

Hneta frá Reykjaflöt varð efst hryssa. Hneta er undan Þóroddssyninum Ísadór frá Efra-Langholti og Hrund frá Reykjaflöt. Hneta er í eigu Guðrúnar Th. Guðmundsdóttur.

Örlygur frá Efra Langholti varð efstur hestfolalda. Örlygur er undan Rökkvadótturinni Dögun frá Efra-Langholti og Töfra frá Kjartansstöðum. Örlygur er í eigu Berglindar Ágústsdóttur og Ragnars Sölva Geirssonar.

Glæsihryssan Ísold frá Gunnarsholti er einnig tengd báðum foreldrum, hún er móðir Dögunnar og Ísadórs, en Ísold er einnig þekkt fyrir að vera móðir Garra frá Reykjavík.

Áhorfendur völdusér fallegasta folaldið og hafði þar sigur Haukur frá Haukholtum.  Hann er undan Krák frá frá Blesastöðum I (F. Töfri frá Kjartansstöðum) og Eldingu frá Haukholtum, sem varð efst í flokki 6 vetra mera á Landsmótinu 2008. 

Úrslit sýningarinnar urðu eftirfarandi:

Merarflokkur:

1. sæti
Hneta frá Reykjaflöt IS2010288388
Litur: Bleikáótt
Faðir: Ísadór frá Efra Langholti
Móðir: Hrund frá Reykjaflöt
Eigandi/ræktandi: Guðrún Th Guðmundsdóttir

Þess má geta að Hrund átti einnig sigurvegaran í merarflokki í fyrra

2. sæti
Sandra frá Hrafnkelsstöðum IS2010288214
Litur: Brún
Faðir: Sveinn Hervar frá Þúfu
Móðir: Spöng frá Hrafnkellsstöðum´
Eigandi/ræktandi: Haraldur Sveinsson og Jóhanna B Ingólfsdóttir

3. sæti
Orka frá Hrepphólum IS2010288170
Litur: Jörp
Faðir: Stígandi frá Stóra Hofi
Móðir: Hátíð frá Hrepphólum
Eigandi/ræktandi: Björgvin Ólafsson

4. sæti
Gyðja frá Unnarholtskoti 3
Litur: Rauðstjörnótt
Faðir: Grunnur frá Grund
Móðir: Ösp frá Stóra Moshvoli
Eigandi/ræktandi: Kristín Erla Ingimarsdóttir og Styrmir Þorsteinsson

Hestaflokkur:

1. sæti
Örlygur frá Efra-Langholti IS2010188227
Litur: Jarpur
Faðir: Töfri frá Kjartansstöðum
Móðir: Dögun frá Efra Langholti
Eigandi/ræktandi: Ragnar S Geirsson og Berglind Ágústsdóttir

2. sæti
Haukur frá Haukholtum IS2010188159
Litur: Brúnn tvístjörnóttur
Faðir: Krákur frá Blesastöðum
Móðir: Elding frá Haukholtum
Eigandi: Haukholt 1 ehf
Ræktendur: Magnús og Þorsteinn Loftssynir

Haukur var valinn fallegasta folaldið af áhorfendum

3. sæti
Vörður frá Hrafnkelsstöðum 1 IS2010188209
Litur: Brúnn
Faðir: Vökull frá Árbæ
Móðir: Erta frá Hrankelsstöðum 1
Eigandi/ræktandi: Haraldur Sveinsson og Jóhanna B Ingólfsdóttir

4. sæti
Tindur frá Núpstúni IS2010188394
Litur: Brúnn Stjörnóttur
Faðir: Fláki frá Blesastöðum
Móðir: Hylling frá Núpstúni
Eigandi/ræktandi: Páll Jóhannsson

5.
Neisti frá Unnarholtskoti 3
Litur: Rauðnösóttur
Faðir: Hágangur frá Narfastöðum
Móðir: Vala frá Arnarhóli
Eigandi/ræktandi: Styrmir Þorsteinsson

Meðfylgjandi eru myndir Sigurðar Sigmundssonar frá folaldsýningunni í gær.