miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning á Flúðum í dag - myndir

29. október 2011 kl. 22:08

Folaldasýning á Flúðum í dag - myndir

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Biskupstungna fór fram í reiðhöllinni á Flúðum í dag. Sýndar voru 10 hryssur og 15 hestar og dæmdu Gunnar Arnarsson og sonur hans Eyvindur Hrannar folöldin fyrir sköpulag og hreyfingar. Sigurvegarar fengu folatolla í verðlaun.

Folöldin voru mörg stórættuð og myndarleg en athygli vekur að tvö afkvæmi Hrings frá Fellskoti hlutu verðlaunasæti. Hringur er jarpblesóttur foli á fimmta vetri. Hann er sammæðra heimsmeistara Hnokka, undan Hnotu frá Fellskoti og Hróð frá Refsstöðum.

Meðfylgjandi eru myndir frá sýningunni en úrslit hennar urðu eftirfarandi:

Hryssur:
1.
Hrönn frá Bergsstöðum, rauðtvístjörnótt
M. Rán frá Miðsitju
F. Hringur frá Fellskoti
Eigendur: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Haukur Daðason
Ræktandi: Haukur Daðason
 
2.
Frostrós frá Fellskoti, brún/grá
M. Hugmynd frá Fellskoti
F. Huginn frá Haga
Ræktandi og eigandi: Fellskotshestar ehf.
 
3.
Skerpla frá Kjarnholtum I, jörp
M. Isis frá Kjarnholtum I
F. Ögri frá Hárlaugsstöðum
Ræktandi og eigandi: Guðný Höskuldsdóttir
 
Hestar:
 
1.
Kóngur frá Kjarnholtum I, rauður
M. Hera frá Kjarnholtum I
F. Kiljan frá Steinnesi
Ræktandi og eigandi: Magnús Einarsson
 
2.
Keilir frá Fellskoti, jarpur
M. Keila frá Fellskoti
F. Hringur frá Fellskoti
Ræktandi og eigandi: Fellskotshestar ehf.
 
3.
Hrannar frá Hjarðarlandi, rauður
M. Ljósbrá frá Borgarholti
F. Kolskeggur frá Kjarnholtum
Eigandi og ræktandi: Egill Jónasson