sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folaldasýning á Borg í Þykkvabæ

28. september 2010 kl. 21:45

Folaldasýning á Borg í Þykkvabæ

Undanfarin tvö ár hefur verið haldin folaldasýning á Borg í Þykkvabæ þar sem folöld eru dæmd eftir sérstökum skala...

  Þessi nýjung heppnaðist gríðarlega vel og hafa fleiri sýningar af þessari fyrirmynd verið haldnar víða um land.  Ákveðið hefur verið að fresta sýningu haustsins um óákveðinn tíma þar sem hestapestin er víðast hvar í hámarki hjá folöldum um þessar mundir.  Ekki er verið að draga í efa að fólk mæti einungis með heilbrigð folöld, en við teljum það óábyrgt að ýta undir að folöld séu sett á kerrur og keyrð til samvistar við önnur hross þar sem slíkt áreiti getur hleypt veikinni af stað.  Folöld eru viðkvæm um þessar mundir og sérstaklega er varasamt ef þau veikjast, að setja þau aftur út í haustrigningarnar.  Að okkar mati er best að láta heilbrigð folöld í friði meðan ástandið er eins og það er í dag.  Hins vegar er stefnan að halda sýninguna síðar, jafnvel eftir áramót ef útséð er að flest folöld séu gengin í gegnum þessa pest.  Við vonum því að fólk sýni þessu skilning, hafi hagsmuni hrossanna í fyrirrúmi og vonandi verður hægt að halda skemmtilega sýningu síðar.

Kv. Elka og Jóhann.