miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folalda og unghryssu sýning

19. nóvember 2015 kl. 09:51

Folald að leik.

Aðalfundarboð Hrossaræktarfélag Ölfus.

"Aðalfundur Hrossaræktarfélags Ölfus verður haldin laugardaginn 28.nóv. 2015 í Kjarri Ölfusi.

Folalda og unghryssu sýning hefst kl 13 og hefst  aðalfundur  strax eftir sýninguna. Sú nýbreytni verður hjá okkur í ár að boðið verður upp á að koma með hryssur fæddar 2013 og 2014 .

Efni aðalfundar.
1.   Hefðbundin aðalfundarstörf
2.   Fræðsluerindi og  umræður.
3.   Afhending ræktunarverðlauna 2015
4.   Önnur mál, þ.m.t. verkefni vetrarins .

Veitingar í boði félagsins.

Kjósa á einn mann í stjórn, Eyvindur Hrannar Gunnarsson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu en hann hefur verið formaður félagsins undanfarin 2 ár var áður gjaldkeri.

Þeir sem hug hafa á að taka þátt í folalda/unghryssu  sýningunni skrái sig fyrir 27. nóv. Ef hrossið er grunnskráð er nóg að senda IS númer annars þarf að senda uppl um nafn,uppruna,lit,ætterni ,ræktanda og eiganda. Hrannar s. 8474569 netf. hrannar88@gmail.comBenni s.8989151 netf. benni@lukka.is. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu folöld í hvorum flokki (hestar/hryssur) og 3 efstu hryssurnar verða verðlaunaðar.

Uppfæra þarf tölvupóst félagsmanna vinsamlegast sendið uppl um netfang og ný heimilsföng ef breyting hefur orðið á netf benni@lukka.is"

Vonumst eftir góðri mætingu.
Stjórn Hrossaræktarfél. Ölfus