mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Folalda- og ungfolasýning Náttfara

2. janúar 2010 kl. 20:58

Folalda- og ungfolasýning Náttfara

Folalda- og ungfolasýning hrossaræktarfélagsins Náttfara í Eyjafjarðarsveit og nágrenni fer fram laugardaginn 9. janúar kl.13.00 í Melaskjóli á Melgerðismelum. Keppt verður í tveimur flokkum, hryssur og hestar, og einnig er hægt að fá mat á  ungfola fædda 2007 og 2008.

Sú nýbreytni verður tekin upp að sýnendur mæta með folöldin á Melgerðismela  kl. 10 þar sem þau verða byggingadæmd. Eigendur eru ekki skyldugir til að vera á staðnum allan tímann en verða að mæta þegar keppnin hefst kl. 13.00

Dómari verður Eyþór Einarsson
Skráning er hjá Auðbirni í Hólakoti í síma  864-8000 og á tölvupóstfang audbjorn@nett.is. Það sem fram þarf að koma:  Nafn, uppruni, kyn, litur, faðir, móðir og eigandi. Síðasti skráningardagur er þriðjudagur 5. janúar.

Sýningarstjórn