mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fóðursýkingar í hrossum

30. janúar 2012 kl. 14:28

Fóðursýkingar í hrossum

Hópsýkingar eða eitranir sem rekja má til fóðurs eða drykkjarvatns koma af og til upp í hrossum hér á landi og valda þá umtalsverðum hrossadauða. Enn er ekki að fullu ljóst hvað leiddi til skyndilegs dauða sex hrossa í Eystra-Fróðholti í Landeyjum í byrjun árs, en við krufningu á folaldi sáust bólgur í görnum sem hugsanlega tengjast listeríu sýkingu. Ekki varð séð hvort eða hvernig slík sýking hefði dregið hrossin til dauða.

Af þessu tilefni fjalla Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Mast og Grétar Hrafn Harðarson hjá LbhÍ og Dýralæknamiðstöðinni ehf. um helstu orskavalda hópsýkingar í hrossum og mögulegar fyrirbyggjandi aðgerðir í 1. tbl. Eiðfaxa árið 2012 sem kemur út eftir helgi.

Hægt er að gerast áskrifandi að í Eiðfaxa í gegnum síma 588-2525 eða rafrænt hér.