fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fóðurrannsókn á Hólum

3. apríl 2013 kl. 11:54

Fóðurrannsókn á Hólum

“Eitt af rannsóknarverkefnum við hestafræðideild Háskólans á Hólum snýst um útskilnað á fosfór (P) frá hrossum. Markmiðið er að rannsaka hvort nota megi tað- eða þvagsýni  til að leggja mat á hugsanlega ofgnótt fosfórs í fóðrinu. Ef það reynist unnt að hver sem er geti tekið sýni (ekki síst ef taðsýni nægir) og sent til rannsóknar í þessu skyni, getur það reynst mjög gagnlegt.

Það er afar mikilvægt að henda reiður á því magni fosfórs sem er notað í landbúnaði og öðru dýrahaldi. Í fyrsta lagi, þá eyðist það sem af er tekið, og nú er talið að fljótlega upp úr árinu 2030 verði verulega gengið á fosfórbirgðir jarðar. Í öðru lagi þá leiðir notkun (og þar með ofnotkun) á efninu í landbúnaði og dýrafóðri til fosfórmengunar umhverfisins (með saur og þvagi), og á þannig þátt í breyttum vatnavistkerfum - til dæmis ofvexti þörunga.

Verkefni þetta er leitt af Önnu Jansson, sem er í hlutastarfi við hestafræðideild Háskólans á Hólum en sinnir einnig rannsóknum og kennslu við Sænska landbúnaðarháskólann. Hennar helsti samstarfsmaður hér er Sveinn Ragnarsson, fóðurfræðingur deildarinnar. Þessa dagana eru þau Anna og Sveinn á þönum um Brúnastaði, að deila út skömmtum og taka sýni. Anna sendi okkur myndirnar sem fylgja þessari frétt.

The study is about phosphorous (P) excretion in horses. The aim of the study is to investigate if a spot sample of feces or urine could be used as a marker of over-feeding with P in horses. If this is possible, it would be a simple tool to asses overfeeding, and could be used and done by anyone (especially if a fecal samples is enough) and sent to a lab for analysis. It is important to get control over the amount of P used in agriculture and animal management. First, P is not an endless resource and it is expected that sometime after 2030, the global P reserve will be limited. Second, the use and over-use of P in agriculture and animal feeding results in leakage of P to the environment (from urine and feces) that is known to contribute to the over-growth of lakes and seas (excessive blooming of algea is one example),“ segir á fréttavef Hólaskóla