laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flytur suður

odinn@eidfaxi.is
6. desember 2013 kl. 09:24

Torunn Hjelvik - mynd Kolla Gr.

Fleiri fréttir af tamningarmönnum sem færa sig um set.

Tamningarkonan Torunn Hjelvik er nú að færa sig um set, en undanfarin ár hefur hún lagt stund á tamningar í Steinsholti í Leirársveit.

Nú hefur hún ákveðið að söðla um eftir að hafa verið í námi fyrri hluta vetrar. Torunn hefur leigt aðstöðu á Skálatjörn í Flóahrepp en þar er glæsileg aðstaða til tamninga og útreiða. 

Torunn er frá Melsbygda í Noregi þar sem hún kynntist íslenska hestinum. Hún lagði stund á nám við Hólaskóla og hefur allt frá því verið við tamningar. Auk þess að hafa starfað í Steinsholti hefur hún m.a. unnið á Þúfum, Holtsmúla, Halakoti og Vesturkoti.

Meðal hrossa í hennar eigu er hryssan Gersemi frá Syðri-Gegnishólum dóttir Leiknis frá Vakursstöðum en hún hlaut 8,21 í aðaleinkunn á Héraðssýningu á Selfossi 2012.