mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fluttur til landsins fyrir einn hest

odinn@eidfaxi.is
19. nóvember 2013 kl. 10:33

Járningarmaðurinn Steven O'grady

Járningarmaður og dýralæknir kemur sérferð til landsins vegna Blysfara.

Til þess að sjá hvort hægt sé að koma gæðingnum Blysfara frá Fremri-Hálsi aftur á ról ákvað eigandi hans að flytja til landsins einn þekktasta járningamann og dýralækni heimsins.

Sá heitir Steven O'Grady og hefur það að atvinnu að fara á milli staða og sjúkrajárna marga verðmætustu hesta heimsins. 

Steven sagði í samtali við blaðamann Eiðfaxa að hann væri mestan part ársins á ferð um Bandaríkin að meðhöndla mörg af erfiðustu tilfellum fótameina sem fyrir finnast. Auk þess ferðast hann um allan heim og meðal annars til Arabíulanda.

"Tilfelli Blysfara er ekki slæmt að mínu mati og tel ég fullvíst að hann komist aftur á fullt skrið. Skemmd er í hófhvarfi hans sem veldur því að sprunga myndast, en ef rétt er að farið þá getur þessi skemmd gróið og hesturinn verður vonandi full frískur aftur" segir Steven.

Dr Steven O Grady vann sem járningarmaður í 10 ár áður en  hann ákvað að læra til dýralæknis. Hann lærði jarningar í mjög virtum skóla, með hinn fræga járningarmann Joseph M. Pierce sem lærifaðir.  Eftir útskrift vann hann bæði í Charlottesville VA og Suður Ameríku í nokkur ár  þar sem að hann sameinaði vitneskju sína sem dýralæknir og járningarmaður við allskonar vandmál tengdum hófum.  í dag vinnur hann á dýraspítala þar sem að áherslan er lögð á lækningar og meðferðir á ýmiskonar hófvandamálum.  Hann hefur gefið út bæði bækur og bæklinga til fræðslu um þetta málefni.  Hann hefur haldið námskeið og fyrirlestra viðsvegar um heiminn.  Árið 2003 var honum boðin innganga í „ International Equine Veterinarians Hall of  fame“  Árið 2009 haut hann svo verðlaunin „AAEP presidents award“ fyrir alla þá vinnu sem hann hefur lagt til fræðslumála í þessari grein.